Auglýst eftir umsóknum um styrki til jarðhitaleitar

Málsnúmer 202306145

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 125. fundur - 30.06.2023

Orkusjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki til jarðhitaleitar. Áherslur sjóðsins snúa að því að ráðast í átak við leit að heitu vatni á þeim svæðum þar sem nú er notuð raforka og/eða olía til húshitunar og vísað til loftslagsmarkmiða.

Veitu- og hafnarráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að fela sveitarstjóra í samráði við ÍSOR að sækja um styrk til jarðhitaleitar.

Veitu- og hafnaráð - 130. fundur - 06.12.2023

Á 125.fundi veitu- og hafnaráðs þann 30.júní sl. var eftirfarandi bókað: Orkusjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki til jarðhitaleitar. Áherslur sjóðsins snúa að því að ráðast í átak við leit að heitu vatni á þeim svæðum þar sem nú er notuð raforka og/eða olía til húshitunar og vísað til loftslagsmarkmiða. Niðurstaða: Veitu- og hafnarráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að fela sveitarstjóra í samráði við ÍSOR að sækja um styrk til jarðhitaleitar.

Á 1073.fundi byggðaráðs þann 6.júlí sl. var eftirfarandi bókað: Orkusjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki til jarðhitaleitar. Áherslur sjóðsins snúa að því að ráðast í átak við leit að heitu vatni á þeim svæðum þar sem nú er notuð raforka og/eða olía til húshitunar og vísað til loftslagsmarkmiða. Niðurstaða: Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs um að sótt verði um styrk í samráði við ÍSOR til jarðhitaleitar.
Í tölvupósti dags. 7. nóvember sl. upplýsir Orkusjóður um niðurstöðu styrkveitinga Orkusjóðs, Dalvíkurbyggð hlaut ekki styrk.

Lagt fram til kynningar.