Tillaga um frestun funda sveitarstjórna samkvæmt 8. gr. Samþykktar um stjórn Dalvíkurbyggðar nr. 4082022.

Málsnúmer 202306060

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 360. fundur - 20.06.2023

Til máls tók forseti sveitarstjórnar sem leggur fram eftirfarandi tillögu um frestun funda sveitarstjórnar; dagsett þann 16. júní sl.;
"Með vísan til 8. gr. í Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar, með síðari breytingum, samþykkir sveitarstjórn að fresta fundum sínum í júlí og ágúst 2023.Jafnframt er byggðarráði Dalvíkurbyggðar falin fullnaðarafgreiðsla þeirra mála, sem það telur nauðsynlegt að fái afgreiðslu, sbr. 32. gr. V. kafla Samþykkta um stjórn Dalvíkurbyggðar, frá og með 21. júní 2023 til og með 31. ágúst 2023."
Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar um sumarleyfi.