Göngubrú yfir Svarfaðardalsá meðfram hitaveitustokki

Málsnúmer 202305081

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 125. fundur - 30.06.2023

Fyrirspurn frá Hjörleifi Hjartarsyni hvort möguleiki er á að byggja létta göngubrú samhliða hitaveitumannvirki yfir Svarfaðardalsá. Settar eru fram þrjár spurningar sem óskað er svara við.

Til upplýsingar þá var á árinu 2022 sótt um styrk í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða, vegna framkvæmda 2023, fyrir göngubrú yfir Svarfaðardalsá. Umsókn Dalvíkurbyggðar var hafnað.

Á árinu 2022 var sótt um í framkvæmdasjóð ferðamanna til þess að byggja göngubrú yfir Svarfaðardalsá, umsókn sveitarfélagsins var hafnað. Það er ekki kominn tími á endurnýjun hitaveitulagnar og núverandi mannvirki hefur ekki burðarþol til þess að hengja göngubrú á. Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.