Frá Markaðsstofu Norðurlands; Skýrsla Flugklasans Air 66N - 2023

Málsnúmer 202305060

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1086. fundur - 02.11.2023

Tekinn fyrir rafpóstur frá Markaðsstofu Norðurlands, dagsettur þann 25. október sl., þar sem fram kemur að á þriðjudaginn, þann 31. október, mun fyrsta flugvélin frá breska flugfélaginu easyJet lenda á Akureyrarflugvelli, en félagið mun halda úti áætlunarflugi á milli London Gatwick og Akureyrar út mars 2024. Flogið verður tvisvar í viku, á þriðjudögum og laugardögum.

Einnig fylgdi með skýrsla yfir starf Flugklasans Air 66N frá 1. maí til og með 25. október 2023. Fram kemur m.a. að að óbreyttu verður verkefnum Flugklasans hætt um næsta áramót þar sem fjármögnun hefur ekki fengið í verkefnið.

Lagt fram til kynningar.