Hitaveitur á Íslandi - Úttekt á stöðu hitaveitna og nýtingar jarðhitavatns til húshitunar

Málsnúmer 202305035

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 125. fundur - 30.06.2023

Úttekt unnin af ÍSOR fyrir umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið, gefin út í maí 2023. Úttektin felur í sér að leggja mat á stöðu rannsókna og gagna um auðlindina, hvernig þróun nýtingar hefur verið og hvaða tækifæri eru til sjálfbærrar nýtingar jarðhita til framtíðar. Í köflum 8.29 og 8.30 er umfjöllun um Hitaveitu Dalvíkur og Brimnes/Birnunesborgir.
Það vekur athygli veitu- og hafnaráðs að á mynd 5 á bls. 25 að metin afkastageta Hitaveitu Dalvíkur er rúmir 200 l/sek, sveitarstjóra er falið að afla upplýsinga hvaða forsendur eru að baki þessari tölu. Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.

Veitu- og hafnaráð - 128. fundur - 18.10.2023

Úttekt unnin af ÍSOR fyrir umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið, gefin út í maí 2023. Úttektin felur í sér að leggja mat á stöðu rannsókna og gagna um auðlindina, hvernig þróun nýtingar hefur verið og hvaða tækifæri eru til sjálfbærrar nýtingar jarðhita til framtíðar. Í köflum 8.29 og 8.30 er umfjöllun um Hitaveitu Dalvíkur og Brimnes/Birnunesborgir.
Á 125.fundi veitu- og hafnaráðs þann 30.júní sl. var eftirfarandi bókað:
Það vekur athygli veitu- og hafnaráðs að á mynd 5 á bls. 25 að metin afkastageta Hitaveitu Dalvíkur er rúmir 200 l/sek, sveitarstjóra er falið að afla upplýsinga hvaða forsendur eru að baki þessari tölu. Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.
Sveitarstjóri upplýsti að fulltrúar ÍSOR sem unnu umrædda skýrslu munu koma á nóvemberfund veitu- og hafnarráðs.
Lagt fram til kynningar.