Frá UT-teymi; Betra Ísland - samningur vegna hugmyndavefs

Málsnúmer 202303069

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1062. fundur - 16.03.2023

Tekið fyrir minnisblað sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, dagsett þann 14. mars 2023, þar sem fram kemur að í starfsáætlun fjármála- og stjórnsýslusviðs er gert ráð fyrir að vinna að ábendingakerfi / stafrænum hugmyndakassa. Einnig að á 1. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 30. september 2022 var eftirfarandi bókað:“Á 375. fundir Umhverfisráðs 2022 þann 5.9.2022 var samþykkt bókun um vilja ráðsins til að styrkja íbúalýðræði og opna vettvang þar sem fólk getur komið ábendingum á framfæri, bæði rafrænt og skriflega. Byggðaráð samþykkti á 1039. fundi sínum þann 27.9.2022 að vísa málinu til UT-teymis sveitarfélagsins. Lagt fram til kynningar.?

UT-teymi sveitarfélagsins hefur kynnt sér landslagið í þessum efnum og leggur til að gengið verði til samninga við Íbúar- Samráðslýðræði ses. um lausnina Betra Ísland skv. þeim gögnum sem fylgir með; drög að samningi ásamt vinnslusamningi. Ef samþykkt þá er gert ráð fyrir að kostnaður vegna samningsins rúmist innan fjárhagsramma 21400.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að gengið verði til samninga við Íbúar- Samráðslýðræði ses. í samræmi við meðfylgjandi gögn og ofangreint. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 357. fundur - 21.03.2023

Á 1062. fundi byggðaráðs þann 16. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir minnisblað sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, dagsett þann 14. mars 2023, þar sem fram kemur að í starfsáætlun fjármála- og stjórnsýslusviðs er gert ráð fyrir að vinna að ábendingakerfi / stafrænum hugmyndakassa. Einnig að á 1. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 30. september 2022 var eftirfarandi bókað:Á 375. fundir Umhverfisráðs 2022 þann 5.9.2022 var samþykkt bókun um vilja ráðsins til að styrkja íbúalýðræði og opna vettvang þar sem fólk getur komið ábendingum á framfæri, bæði rafrænt og skriflega. Byggðaráð samþykkti á 1039. fundi sínum þann 27.9.2022 að vísa málinu til UT-teymis sveitarfélagsins. Lagt fram til kynningar. UT-teymi sveitarfélagsins hefur kynnt sér landslagið í þessum efnum og leggur til að gengið verði til samninga við Íbúar- Samráðslýðræði ses. um lausnina Betra Ísland skv. þeim gögnum sem fylgir með; drög að samningi ásamt vinnslusamningi. Ef samþykkt þá er gert ráð fyrir að kostnaður vegna samningsins rúmist innan fjárhagsramma 21400.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að gengið verði til samninga við Íbúar- Samráðslýðræði ses. í samræmi við meðfylgjandi gögn og ofangreint. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og samþykkir að gengið verði til samninga við Íbúar- Samráðslýðræði ses í samræmi við meðfylgjandi gögn.