Aðalfundur Samorku 2023

Málsnúmer 202302092

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 122. fundur - 01.03.2023

Tekinn fyrir rafpóstur frá Samorku, dagsettur þann 14. febrúar 2023, þar sem fram kemur að aðalfundur Samorku 2023 verður haldinn á Grand hótel, þriðjudaginn 15. mars 2023. Meðfylgjandi er fundarboð, dagskrá, ársreikningur 2022 og tillögur að leiðbeiningum fyrir kjörnefnd.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að Bjarni Daníelsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs, sæki fundinn fyrir hönd Dalvíkurbyggðar og fari með umboð Hita-, vatns- og fráveitu Dalvíkurbyggðar á fundinum og Benedikt Snær til vara.

Sveitarstjórn - 357. fundur - 21.03.2023

Á 122. fundi veitu- og hafnaráðs þann 1. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekinn fyrir rafpóstur frá Samorku, dagsettur þann 14. febrúar 2023, þar sem fram kemur að aðalfundur Samorku 2023 verður haldinn á Grand hótel, þriðjudaginn 15. mars 2023. Meðfylgjandi er fundarboð, dagskrá, ársreikningur 2022 og tillögur að leiðbeiningum fyrir kjörnefnd.Niðurstaða:Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að Bjarni Daníelsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs, sæki fundinn fyrir hönd Dalvíkurbyggðar og fari með umboð Hita-, vatns- og fráveitu Dalvíkurbyggðar á fundinum og Benedikt Snær til vara."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs um að Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstjóri framkvæmdasvið, sæki aðalfund Samorku 15. mars sl., og fari með umboð veitna Dalvíkurbyggðar á fundinum og Benedikt Snær Magnússon, varaformaður, til vara.