Gjaldskrá Úrvinnslusjóðs fyrir greiðslur til sveitarfélaga vegna sérstakrar söfnunar

Málsnúmer 202301090

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 6. fundur - 03.02.2023

Til kynningar breytingar sem urðu um áramótin á fyrirkomulagi á greiðslum úr úrvinnslusjóði.

Um áramótin komu til framkvæmda lög sem samþykkt voru á Alþingi í júní á sl. ári og hafa það megin markmið að styðja við hringrásarhagkerfið í meðhöndlun og meðferð úrgangs. Með lögunum verða jafnframt verulegar breytingar á framlengdri framleiðendaábyrgð.

Úrvinnslusjóður mun því hér eftir greiða sveitarfélögunum kostnað við sérstaka söfnun úrgangs sem ber framleiðendaábyrgð.
Umhverfis- og dreifbýlisráð felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs að sækja kynningarfund hjá Úrvinnslusjóði sem verður haldinn 15.febrúar kl. 10 og undirbúi samantekt um málið og leggi fyrir ráðið.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 355. fundur - 14.02.2023

Á 6. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 3. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Til kynningar breytingar sem urðu um áramótin á fyrirkomulagi á greiðslum úr úrvinnslusjóði. Um áramótin komu til framkvæmda lög sem samþykkt voru á Alþingi í júní á sl. ári og hafa það megin markmið að styðja við hringrásarhagkerfið í meðhöndlun og meðferð úrgangs. Með lögunum verða jafnframt verulegar breytingar á framlengdri framleiðendaábyrgð. Úrvinnslusjóður mun því hér eftir greiða sveitarfélögunum kostnað við sérstaka söfnun úrgangs sem ber framleiðendaábyrgð.Niðurstaða:Umhverfis- og dreifbýlisráð felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs að sækja kynningarfund hjá Úrvinnslusjóði sem verður haldinn 15.febrúar kl. 10 og undirbúi samantekt um málið og leggi fyrir ráðið. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfis- og dreifbýlisráðs um að fela sviðsstjóra framkvæmdasviðs að sækja kynningarfund hjá Úrvinnslusjóði 15. febrúar nk.

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 7. fundur - 03.03.2023

Á 6. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 3. febrúar sl. var eftirfarandi bókað: "Til kynningar breytingar sem urðu um áramótin á fyrirkomulagi á greiðslum úr úrvinnslusjóði. Um áramótin komu til framkvæmda lög sem samþykkt voru á Alþingi í júní á sl. ári og hafa það megin markmið að styðja við hringrásarhagkerfið í meðhöndlun og meðferð úrgangs. Með lögunum verða jafnframt verulegar breytingar á framlengdri framleiðendaábyrgð. Úrvinnslusjóður mun því hér eftir greiða sveitarfélögunum kostnað við sérstaka söfnun úrgangs sem ber framleiðendaábyrgð.Niðurstaða:Umhverfis- og dreifbýlisráð felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs að sækja kynningarfund hjá Úrvinnslusjóði sem verður haldinn 15.febrúar kl. 10 og undirbúi samantekt um málið og leggi fyrir ráðið. Tekið fyrir á 355. fundi sveitartjórnar og samþykkt að fela sviðsstjóra framkvæmdasviðs að sækja kynningarfund hjá Úrvinnslusjóði þann 15. febrúar.
Lagt fram til kynningar.