Aðild félagsmiðstöðvar að Erasmus+ til 2027

Málsnúmer 202301078

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð - 146. fundur - 07.02.2023

Félagsmiðstöðin Týr hefur fengið samþykkta aðild að Erasmus og hefur því fengið samþykktan styrk til verkefna næstu 5 árin. Fram kemur í umsókninni að markmiðið sé að tengja betur saman ólíkar stofnanir sem vinna með sama hóp ungmenna. Efla starfsfólk til að takast á við mál sem koma upp með samræmdum hætti og með aukinni samvinnu stuðla að því að jaðarsettir hópar verði ekki útundan og geti fengið fullan aðgang að þeirri þjónustu sem í boði er hverju sinni.
Starfsmenn félagsmiðstöðvarinnar munu því fara í fræðsluferðir með eftirfarandi stofnunum/hóp, ein á hverju ári.
Félagsþjónustu Dalvíkurbyggðar, Grunnskólum Dalvíkurbyggðar, íþróttamiðstöð Dalvíkurbyggðar, Söfn Dalvíkurbyggðar/Menningarhús og einnig stjórnendum Dalvíkurbyggðar.