Frá Kili - stéttarfélagi starfsmanna í almannaþjónustu; Sveitarfélag ársins 2023

Málsnúmer 202211075

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1048. fundur - 17.11.2022

Tekinn fyrir rafpóstur frá Kili, stéttarfélagi starfsmanna í almannaþjónstu, dagsettur þann 10. nóvember sl., þar sem fram kemur nýverið voru kynntar niðurstöður könnunar Sveitarfélags ársins 2022 og voru veitt verðlaun fyrir bestan árangur. Fram kemur að félaginu barst ábending frá sveitarstjóra um að gott væri að tilkynna öllum sveitarfélögum um að könnunin yrði framvegis árlegur viðburður svo hægt væri að gera viðeigandi ráðstafanir.

Bæjarstarfsmannafélögin innan BSRB standa fyrir könnun þessari og veita sveitarfélögum verðlaun fyrir góðan árangur. Tilgangurinn með könnuninni er að hvetja stjórnendur sveitarfélaganna til að veita starfsumhverfinu aukna athygli. Mikinn lærdóm má draga af þessari könnun, sem er ítarleg, og gefur stjórnendum kleift að bregðast við áskorunum með skipulögðum hætti. Vert er að benda á að bera má niðurstöður saman við könnun Sameykis og fjármála- og efnahagsráðuneytisins sem gert er meðal ríkisstofnana (Stofnun ársins) og könnun sem VR gerir meðal fyrirtækja á almennum markaði (Fyrirtæki ársins).
Boð um þátttöku mun berast í byrjun næsta árs og það væri afar ánægjulegt ef sveitarfélagið gerði ráð fyrir þátttöku í könnuninni fyrir allt sitt starfsfólk til viðbótar okkar félagsfólki.
Lagt fram til kynningar.