Frá Hjörleifi Hjartarsyni; Hjóla og göngustígur yfir Svarfaðardalsá

Málsnúmer 202211035

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1047. fundur - 10.11.2022

Tekið fyrir erindi frá Hjörleifi Hjartasyni, dagsett þann 7. nóvember sl., þar sem fram kemur að vegna fyrirhugaðrar Dalvíkurlínu 2 og samhliða lagningu hjólabrautar á milli Akureyrar og Dalvíkur langar Hjörleifi að benda byggðarráði Dalvíkurbyggðar og öðrum sem um málið fjalla að vera vakandi yfir áskorunum og ekki síður möguleikum sem í því felast fyrir Friðland Svarfdæla.

Í því sambandi nefnir hann sérstaklega göngu- og hjólaleið fram í Hrísahöfða þar sem hún liggur yfir Árgerðirsbrú. Upplagt sé að nota tækifærið í samtali við Vegagerðina, RARIK og Umhverfisstofnun til að breikka Árgerðisbrú til norðurs og bæta við hana reiðhjóla/göngustíg sem er afmarkaður með handriði frá þungri bílaumferð yfir brúna.

Byggðaráð þakkar Hjörleifi yfir ofangreint erindi. Lagt fram til kynningar.