Frá SSNE; Byggðaþróun og atvinnuráðgjöf á landsbyggðinni - sameiginlegt minnisblað landshlutasamtakanna á landsbyggðinni.

Málsnúmer 202211022

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1047. fundur - 10.11.2022

Tekinn fyrir rafpóstur frá SSNE, dagsettur þann 3. nóvember sl., þar sem kynnt er minnisblað minnisblað landshlutasamtaka sveitarfélaga á landsbyggðinni vegna byggðaþróunar og atvinnuráðgjafar. Minnisblaðið er til komið vegna lausra samninga Byggðastofnunar við landshlutasamtökin annars vegar og hins vegar vegna framlagðra fjárlaga 2023.

Fram kemur m.a. í minnisblaðinu að eigi atvinnuráðgjöf og verkefni tengd byggðarþróun að standa undir nafni er mikilvægt að hækka framlagið til Byggðastofnunar en augljóst er að brýn þörf er á að framlögin verði aukin í takt við þróun launavísitölu og aukinnar ásóknar í ráðgjöf hjá landshlutasamtökunum. Lögð er áhersla á að framlögin verði hækkuð í fjármálaáætlun og komandi fjárlögum til að treysta grunn þessarar mikilvægtu starfsemi í landshlutunum.
Lagt fram til kynningar.