Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Ársfundur náttúruverndarnefnda 10. nóvember - skráning hafin

Málsnúmer 202211015

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1047. fundur - 10.11.2022

Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenska sveitarfélaga, dagsettur þann 1. nóvember sl., þar sem kynnt er ársfundur náttúruverndarnefnda sem fram fer í Grindavík í dag, 10. nóvember. Fram kemur að sveitarstjórnir skulu hafa náttúruverndarnefndir, í samræmi við 14 gr. laga um náttúruvernd nr. 60/2013, sem skulu vera sveitarstjórnum til ráðgjafar um náttúruverndarmál. Á fundinum verður fjallað um hlutverk náttúruverndarnefnda auk þess sem á dagskránni verða ýmis áhugaverð erindi um umhverfismál sem viðkoma starfsemi og ábyrgð sveitarfélaga.
Umhverfis- og dreifbýlisráð fer með verkefni náttúruverndarnefndar skv. erindisbréfi. Fulltrúar Dalvíkurbyggðar á fundinn eru Anna Kristín Guðmundsdóttir og Katrín Sif Ingvarsdóttir.