Jafnréttisþing 2022

Málsnúmer 202210024

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 262. fundur - 11.10.2022

Tekið fyrir erindi frá Forsætisráðuneytinu dags. 05.10.2022. Þar kemur fram að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra býður til jafnréttisþings 2022 þar sem fjallað verður um stöðu kvenna af erlendum uppruna á íslenskum vinnumarkaði. Umfjöllunarefni er aðgengi, möguleikar og hindranir sem konur af erlendum uppruna mæta á íslenskum vinnumarkaði. Fyrirlesarar munu fjalla um stöðu erlendra kvenna af ólíkum stéttum og með ólíka stöðu auk þess sem forsætisráðherra tekur þátt í og stjórnar umræðum með konum af erlendum uppruna og fulltrúum frá aðilum vinnumarkaðar. Þingið er haldið 26. október 2022 í Hörpu.
Lagt fram til kynningar.