Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Verkfallslistar 2023 - tillögur að breytingum.

Málsnúmer 202209123

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1054. fundur - 12.01.2023

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 27. september sl, þar sem innt er á að samkvæmt 2. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna og 2. gr. í lögum nr. 129/2020 um skrá yfir störf hjá sveitarfélögum sem heimild til verkfalls nær ekki til, skulu sveitarfélög, fyrir 1. febrúar ár hvert, að undangengnu samráði við viðkomandi stéttarfélög opinberra starfsmanna, birta skrár (lista) yfir þá starfsmenn sem ekki hafa verkfalls­heimild.

Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerðu grein fyrir umfjöllun og tillögum framkvæmastjórnar. Meðfylgjandi fundarboði er gildandi skrá með nokkrum tillögum að breytingum.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að skrá yfir störf hjá Dalvíkurbyggð sem heimild til verkfalls nær ekki til og vísar listanum til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 354. fundur - 17.01.2023

Á 1054. fundi byggðaráðs þann 12. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 27. september sl, þar sem innt er á að samkvæmt 2. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna og 2. gr. í lögum nr. 129/2020 um skrá yfir störf hjá sveitarfélögum sem heimild til verkfalls nær ekki til, skulu sveitarfélög, fyrir 1. febrúar ár hvert, að undangengnu samráði við viðkomandi stéttarfélög opinberra starfsmanna, birta skrár (lista) yfir þá starfsmenn sem ekki hafa verkfallsheimild. Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerðu grein fyrir umfjöllun og tillögum framkvæmastjórnar. Meðfylgjandi fundarboði er gildandi skrá með nokkrum tillögum að breytingum.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að skrá yfir störf hjá Dalvíkurbyggð sem heimild til verkfalls nær ekki til og vísar listanum til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Til máls tók:

Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, sveitarstjóri, sem gerði grein fyrir breytingum á skránni frá fundi byggðaráðs vegna umsagna frá stéttarfélögum.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að auglýsingu um skrá yfir störf hjá Dalvíkurbyggð sem heimild til verkfalls nær ekki til.