Safnamál

Málsnúmer 202209055

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1038. fundur - 15.09.2022

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna, og Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs kl. 13:15.

Samkvæmt rafpósti frá forstöðumanni safna þá óskar hún eftir samtali við byggðaráð varðandi næstu skref er varða Byggðasafnið Hvol. Eftir að ákveðið var að hætta við flutninga í Gamla skóla standa eftir margar ósvaraðar spurningar. Óskar forstöðumaður eftir að fá tækifæri til að greina frá þeirri vinnu sem þegar hefur verið unnin, framhaldinu á þeirri vinnu og hugmyndum hvernig sé hægt að stefna áfram þó að framtíðarstaðsetning safnsins sé enn óráðin. Hugsanlega þurfi að gera ráðstafanir varðandi framhaldið í þeirri fjárhagsáætlun sem unnið er að.

Björk Hólm og Gísli viku af fundi kl. 13:59.
Byggðaráð þakkar Björk og Gísla fyrir komuna og kynninguna.