Frá Innviðaráðuneytinu; Bréf frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga

Málsnúmer 202206122

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 347. fundur - 28.06.2022

Tekið fyrir erindi frá Innviðaráðuneytinu, bréf dagsett þann 22. júní 2022, þar sem fram kemur að eftirlitlsnefnd með fjármálum sveitarfélaga (EFS) hefur yfirfarið ársreikning sveitarfélagsins fyrir árið 2021. Fram kemur að sveitarfélagið uppfyllir ekki lágmarksviðmið eftirlitsnefndar. Þrátt fyrir brágðabirgðaákvæði VII í sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 þar sem sveitarstjórnum er heimilt að víkja frá skilyrðum um jafnvægisreglu og skuldareglu út árið 2025 vill EFS benda sveitarstjórn á að árið 2026 þarf að uppfylla framgreind skilyrði. Eftirlitsnefndin leggur áherslu á það við sveitarstjórn að nauðsynlegt sé að fara vel yfir fjárhagslegar forsendur sveitarfélagsins til að ná framangreindum lágmarksviðmiðum.
Til máls tók:
Katrín Sigurjónsdóttir.
Guðrún Pálína Jóhannsdóttir, starfandi sveitarstjóri.


Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til byggðaráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlunar 2024-2026.

Byggðaráð - 1031. fundur - 06.07.2022

Á 347. fundi sveitarstjórnar þann 28. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Innviðaráðuneytinu, bréf dagsett þann 22. júní 2022, þar sem fram kemur að eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga (EFS) hefur yfirfarið ársreikning sveitarfélagsins fyrir árið 2021. Fram kemur að sveitarfélagið uppfyllir ekki lágmarksviðmið eftirlitsnefndar. Þrátt fyrir brágðabirgðaákvæði VII í sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 þar sem sveitarstjórnum er heimilt að víkja frá skilyrðum um jafnvægisreglu og skuldareglu út árið 2025 vill EFS benda sveitarstjórn á að árið 2026 þarf að uppfylla framgreind skilyrði. Eftirlitsnefndin leggur áherslu á það við sveitarstjórn að nauðsynlegt sé að fara vel yfir fjárhagslegar forsendur sveitarfélagsins til að ná framangreindum lágmarksviðmiðum. Til máls tók: Katrín Sigurjónsdóttir. Guðrún Pálína Jóhannsdóttir, starfandi sveitarstjóri. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til byggðaráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlunar 2024-2026."
Lagt fram til kynningar.