Fjárhagsáætlun 2023; geymsluhúsnæði og endurnýjun snjótroðara

Málsnúmer 202206088

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1030. fundur - 23.06.2022

Tekið fyrir erindi frá Skíðafélagi Dalvíkur, dagsett þann 10. júní 2022, þar sem fram kemur að á aðlfundi Skíðafélagsins þann 30. maí sl. var samþykkt sú ályktun að skora á sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar að standa við uppbyggingaáætlun félagsins. Um er að ræða byggingu geymsluhúsnæðis á skíðasvæðinu og endurnýjun snjótroðara.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til íþrótta-, æskulýðs- og menningarráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun 2024-2026.

Íþrótta-, æskulýðs- og menningarráð - 139. fundur - 30.08.2022

Um er að ræða sama grunn og í málinu á undan (202206088) um ályktun aðalfundar skíðafélagsins og er eins samþykkt að sviðsstjóri ásamt íþrótta- og æskulýðsfulltrúa fundi með fulltrúum skíðafélagsins fyrir næsta fund ráðsins.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 139. fundur - 20.09.2022

Rætt um uppbyggingu íþróttamannvirkja í Dalvíkurbyggð. Íþrótta- og æskuýðsráð óskar eftir því við sveitarstjórn að sett verði upp 4 ára áætlun vegna uppbyggingar íþróttamannvirkja í Dalvíkurbyggð.