Frá Dalvíkurkirkju; Fjárhagsáætlun 2023; beiðni um styrk vegna göngustígs meðfram kirkjugarðinum

Málsnúmer 202206083

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1030. fundur - 23.06.2022

Tekið fyrir erindi frá Dalvíkurkirkju, dagsett þann 18. júní 2022, þar sem óskað er eftir að Dalvíkurbyggð bæti við áðurveittan styrk að upphæð kr. 300.000 frá árinu 2021 vegna göngustígs meðfram kirkjugarðinum. Fram kemur að nokkuð ljóst sé að áætlaður kostnaður kr. 1.200.000 muni hækka töluvert vegna verðlags.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til íþrótta-, æskulýðs- og menningarráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun 2024-2026.

Menningarráð - 92. fundur - 20.09.2022

Tekið fyrir bréf frá frá formanni sóknarnefndar Dalvíkursóknar dags. 18.06.2022. Þar sem sóknarnefnd óskar eftir styrk vegna göngustígs meðfram kirkjugarðinum.
Menningaráð Dalvíkurbyggðar, samþykkir að veita sóknarnefnd Dalvíkurkirkju 300.000 kr. styrk í verkefnið, og vísar málinu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir fjárhagsárið 2023.