Frá Marúlfi ehf. og Samherja hf.; Fjárhagsáætlun 2023; frágangur á kanti vestan og norðan Sjávarbrautar

Málsnúmer 202206073

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1030. fundur - 23.06.2022

Tekið fyrir erindi frá Marúlfi ehf. og Samherja hf. dagsett þann 20. júní 2022, þar sem fyrirtækin, sem bæði eiga lóð að Sjávarbraut, óska eftir því að farið verði í frágang á kantinum vestan og norðan Sjávarbrautar. Eftir nýbyggingu Samherja hefur umferð um götuna aukist verulega og því mikilvægt að laga ásýnd bakkans.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfisráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun 2024-2026.