Vegna móttöku barna á flótta frá Úkraínu

Málsnúmer 202205068

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 258. fundur - 10.05.2022

Tekið fyrir erindi dags. 06.05.2022 frá mennta- og barnamálaráðherra til sveitarfélaga um stuðning vegna móttöku barna á flótta frá Úkraínu. Ráðuneytið hefur ákveðið að veita tímabundinn fjárhagslegan stuðning til sveitarfélaga þar sem börn á flótta frá Úkraínu og fjölskyldur þeirra verða með búsetu til að styðja við móttöku, undirbúning á skólastarfi og virka þáttöku barnanna. Stuðningnum er ætlað að styðja við náms- og félagsleg úrræði sveitarfélaga fram að skólabyrjun haustið 2022. Nánari upplýsingar verða sendar sveitarfélögunum á næstum vikum.
Félagsmálaráð felur starfsmönnum sviðsins að sækja um styrki til að styðja við þau börn sem hingað eru komin.