Olíutankar við Dalvíkurhöfn

Málsnúmer 202205031

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 114. fundur - 05.05.2022

Undanfarið hefur borið á olíusmiti við smábátahöfnina í Dalvíkurhöfn þar sem olíutankarnir eru staðsettir. Vitað er að við áfyllingu á tankanna hefur orðið óhapp sem leiddi til þess að töluvert magn af olíu lak í jarðveginn. Eins hafa tengingar lekið.
Gripið hefur verið til ráðstafana til að fjarlægja mengunina í góðri samvinnu við Olíudreifingu. Einnig hefur verið óskað eftir fundi með olíufélögunum um framtíðarskipulag svæðisins og öryggisaðgerðir.
Veitu- og hafnaráð leggur áherslu á að tryggðar verði varnir gegn olíuslysum.

Veitu- og hafnaráð - 115. fundur - 01.07.2022

Færsla á olíutönkum. Kynnt verður staða mála.
Lagt fram til kynningar.