Fráveitan á Árskógssandi athugasemdir

Málsnúmer 202205014

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 114. fundur - 05.05.2022

Það hafa borist ábendingar um lykt sem kemur frá útræsi sem liggur í sjó vestan við bryggjuna á Árskógssandi í ákveðnum vindáttum. Útræsið er frá hluta byggðarinnar og á eftir að tengja þann hluta við hreinsistöðina sem er staðsett fyrir austan byggðina.
Veitu- og hafnaráð felur sviðsstjóra að afla upplýsinga um hönnun og kostnaðargreiningu við frágang á fráveitunni á Árskógssandi og tengingu við fráveitukerfi að hreinsistöð. Einnig að afla sambærilegra upplýsinga vegna Hauganess.