Ósk um upplýsingar frá sveitarfélögum, vegna fyrirspurnar frá Alþingi til félags- og vinnumarkaðsráðherra

Málsnúmer 202204067

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 258. fundur - 10.05.2022

Tekið fyrir erindi dags. 13.04.2022 frá Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu sem hafði borist fyrirspurn frá Alþingi í tengslum við lög um orlof húsmæðra, nr. 53/1972. Óskað er eftir upplýsingum frá sveitarfélögum sem komið geta að gagni í svari ráðherra við fyrrnefndri fyrirspurn. Í því sambandi er meðal annars vísað til 11. gr. laga um orlof húsmæðra, nr. 53/1972, þar sem kveðið er á um að orlofsnefndum sé skylt að senda ráðuneytinu árlega skýrslu um starfsemi sína.
Lagt fram til kynningar.