Samtal viðbragðsaðila vegna útkalla og slysa á Tröllaskaga

Málsnúmer 202204056

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1025. fundur - 19.04.2022

Tekin fyrir samantekt sveitarstjóra Dalvíkurbyggðar, dagsett þann 13. apríl sl., er varðar álag á viðbragðsaðila undanfarnar vikur vegna slysa á Tröllaskaga og samráðsfundi því tengdu.
Í dag verður fundur sem aðalvarðstjóri almannavarna er að boða til. Þar eiga að fara yfir málin forsvarsmenn björgunarsveitanna á Dalvík, Ólafsfirði og Siglufirði, svæðisstjórnarfólk á Tröllaskaga, forsvarsmenn sjúkraflutninga á Tröllaskaga, lögreglan á Tröllaskaga og sveitarstjórar Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að færðar séu til bókar sérstakar þakkir til björgunarfólksins sem og byggðaráð ítrekar mikilvægi þess að þyrla Landhelgisgæslunnar sé staðsett hér fyrir norðan yfir fjallaskíðavertíðina.