Bókun stjórnar sambandsins um innleiðingu barnaverndarlaga

Málsnúmer 202203177

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 257. fundur - 05.04.2022

Tekið fyrir erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 30.03.2022. Á fundi stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 25. mars 2022 var lagt fram til kynningar bréf sambandsins til mennta- og barnamálaráðherra varðandi gildistöku barnaverndarlaga. Ráðherra hefur fallist á að fresta gildistöku ákvæða í lögum sem fjalla um barnaverndarþjónustu og umdæmisráð en leggur jafnframt áherslu á að sá frestur sem veittur er nýtist til að skipuleggja fyrirkomulag umdæmisráða.
Lagt fram til kynningar.