Leigusamningur um neysluvatnsöflun

Málsnúmer 202203144

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 113. fundur - 25.03.2022

Í gildi eru 4 leigusamningar um neysluvatnsöflun í Dalvíkurbyggð, við eigendur á Brattavöllum, Litla- Árskógi, Hofsárkoti og á Bakka. Árið 2011 voru gerðir samningar við eigendur á Brattavöllum og í Litla-Árskógi en samningar við Hofsárkot og Bakka eru eldri. Sviðsstjóri óskar eftir heimild ráðsins til að endurskoða eldri samningana til samræmingar við þá sem gerðir voru 2011.

Rúnar Helgi vék af fundi kl. 09:15.
Veitu- og hafnaráð samþykkir að fela sviðsstjóra að samræma samninga um neysluvatn í Dalvíkurbyggð og leggja fyrir drög á næsta fundi ráðsins.