Frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra; Vegna sölu á gangi á 2. hæð Ráðhúss

Málsnúmer 202202066

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1017. fundur - 17.02.2022

Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, rafpóstur dagsettur þann 11. febrúar sl., þar sem fram kemur að embættinu hefur borist tilkynning Dalvíkurbyggðar, sbr. fundargerðir Byggðaráðs frá 20. janúar og 3. febrúar 2022, varðandi áform um sölu hluta Ráðhúss Dalvíkurbyggðar, sbr. málið "Gangur á 2. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur; fyrirhuguð sala - Málsnúmer 202201048".

Fram kemur að í gildi er ótímabundinn leigusamningur frá 27. janúar 2016 milli sveitarfélagsins og sýslumannsembættisins vegna starfrækslu starfsstöðvar embættisins í Dalvíkurbyggð.
Komi áform sveitarfélagsins um sölu húnæðisins til einkaaðila til framkvæmda teljast forsendur húsaleigusamningsins sjálfkrafa brostnar. Ekki stendur til að taka slíkt fyrirkomulag upp nú enda tíðkast það ekki.

Af ofangreindu tilefni er minnt á ósk embættisins um samstarf sveitarfélagsins og sýslumannsembættisins, sem Byggðaráð hafnaði á fundi sínum þann 6. maí 2021. Fram kemur að Dómsmálaráðuneytinu er sent afrit af þessu erindi.
Lagt fram til kynningar.