Beiðni um launaviðauka 2022 v. ytri áhrifa - tryggingargjald og fæðisfé

Málsnúmer 202202042

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1016. fundur - 10.02.2022

Tekið fyrir minnisblað frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, dagsett þann 10. febrúar 2022, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2022 vegna launa. Um er að ræða breytingar á ytri forsendum sem komi til eftir að gengið var frá launaáætlun 2022 vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2022. Umræddar ytri forsendur eru hækkanir á tryggingargjaldi og fæðisfé. Áætlaður viðbótarkostnaður vegna þessa er kr. 3.829.097 og hefur áhrif heilt yfir málaflokka og deildir þar sem laun reiknast. Lagt er til að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka nr. 1 við fjárhagsáætlun 2022 að upphæð kr. 3.829.097. Byggðaráð samþykkir jafnframt að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 342. fundur - 15.02.2022

Á 1016. fundi byggðaráðs þann 10. febrúar 2022 sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir minnisblað frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, dagsett þann 10. febrúar 2022, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2022 vegna launa. Um er að ræða breytingar á ytri forsendum sem komi til eftir að gengið var frá launaáætlun 2022 vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2022. Umræddar ytri forsendur eru hækkanir á tryggingargjaldi og fæðisfé. Áætlaður viðbótarkostnaður vegna þessa er kr. 3.829.097 og hefur áhrif heilt yfir málaflokka og deildir þar sem laun reiknast. Lagt er til að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka nr. 1 við fjárhagsáætlun 2022 að upphæð kr. 3.829.097. Byggðaráð samþykkir jafnframt að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 1 við fjárhagsáætlun 2022 að upphæð kr. 3.829.097. Um er að ræða launaviðauka vegna ytri áhrifa frá hækkunum á tryggingargjaldi og fæðisfé og dreifist viðaukinn því heilt yfir málalfokka og deildir þar sem laun reiknast. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða að viðaukanum sem mætt með lækkun á handbæru fé.