Frá Kili, stéttarfélagi starfsmanna í almannaþjónustu; Fyrirmyndar sveitarfélag - könnun

Málsnúmer 202202034

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1016. fundur - 10.02.2022

Tekið fyrir erindi frá Kili, stéttarfélagi starfsmanna í almannaþjónustu, móttekið þann 1. febrúar sl., þar sem kynnt er könnun sem Kjölur stéttarfélags ásamt öðrum bæjarstarfsmannafélögum innan BSRB mun leggja fyrir félagsmenn með aðstoð Gallup. Með bréfinu er sveitarfélaginu boðið að taka þátt fyrir aðra starfsmenn en félagsmenn Kjalar stéttarfélags.
Byggðaráð þakkar gott boð en samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna að taka þátt, a.m.k. í þetta skiptið.

Sveitarstjórn - 342. fundur - 15.02.2022

Á 1016. fundi byggðaráðs þann 10. febrúar 2022 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Kili, stéttarfélagi starfsmanna í almannaþjónustu, móttekið þann 1. febrúar sl., þar sem kynnt er könnun sem Kjölur stéttarfélag ásamt öðrum bæjarstarfsmannafélögum innan BSRB mun leggja fyrir félagsmenn með aðstoð Gallup. Með bréfinu er sveitarfélaginu boðið að taka þátt fyrir aðra starfsmenn en félagsmenn Kjalar stéttarfélags. Byggðaráð þakkar gott boð en samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna að taka þátt, a.m.k. í þetta skiptið. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að hafna þátttöku í könnun Kjalar, stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu, fyrir þá starfsmenn sveitarfélagsins sem eru ekki í Kili.