Möguleg móttaka skemmtiferðaskipa í Dalvíkurhöfn

Málsnúmer 202201055

Vakta málsnúmer

Atvinnumála- og kynningarráð - 67. fundur - 14.01.2022

Anna Lind Björnsdóttir, starfsmaður SSNE, sat fundinn áfram undir þessum lið.
Móttaka skemmtiferðaskipa í Dalvíkurhöfn hefur í svolítinn tíma verið til umræðu í sveitarfélaginu. Skoðað hvort ekki eigi að taka þessa umræðu upp á næsta þrep.
Þjónustu- og upplýsingafulltrúi upplýsti ráðið um stöðu mála. Ráðið telur mikilvægt að farið verði í innviðagreiningu á þjónustu í sveitarfélaginu og sérstaða sveitarfélagsins fundin.

Stefnt er á fund með aðilum sem þekkja vel til skemmtiferðarskipa. Fyrsti fundur á dagskrá er í næstu viku með Cruise Iceland og hann munu sækja Íris Hauksdóttir, þjónustu- og upplýsingafulltrúi og Anna Lind Björnsdóttir, starfsmaður SSNE á Tröllaskaga.
Anna Lind, vék af fundi kl. 09:23