Glæsibær, 2. áfangi - skipulagslýsing vegna aðal - og deiliskipulags íbúðarbyggðar

Málsnúmer 202112085

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 367. fundur - 13.01.2022

Tekið fyrir erindi dagsett 20. desember 2021 frá sveitarstjórn Hörgársveitar en sveitarstjórnin samþykkti á fundi sínum 17. desember sl. að vísa skipulagslýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi Hörgársveitar 2012-2024 og vegna deiliskipulags fyrir nýtt íbúðarhverfi í landi Glæsibæjar í kynningarferli skv. skv. 1. mgr. 30. gr. og 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Markmið deiliskipulagsins er að skipuleggja 13 íbúðarlóðir á svæði sem er skilgreint sem skógræktar- og landgræðslusvæði í gildandi aðalskipulagi. Með framlagningu lýsingar hefst samráð við íbúa, aðra hagsmunaaðila og umsagnaraðila um gerð deiliskipulagsins og breytingar á aðalskipulagi.

Lýsingin eru send umsagnaraðilum til yfirferðar skv. 30. og 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og óskað eftir umsögn eigi síðar en miðvikudaginn 12. janúar 2022.
Ef ekki berst umsögn innan þess tíma verður litið svo á að ekki sé gerð athugasemd við lýsinguna.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemd við framlagða skipulagslýsingu.

Sveitarstjórn - 342. fundur - 18.01.2022

Á 367. fundi umhverfisráðs þann 13. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi dagsett 20. desember 2021 frá sveitarstjórn Hörgársveitar en sveitarstjórnin samþykkti á fundi sínum 17. desember sl. að vísa skipulagslýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi Hörgársveitar 2012-2024 og vegna deiliskipulags fyrir nýtt íbúðarhverfi í landi Glæsibæjar í kynningarferli skv. skv. 1. mgr. 30. gr. og 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Markmið deiliskipulagsins er að skipuleggja 13 íbúðarlóðir á svæði sem er skilgreint sem skógræktar- og landgræðslusvæði í gildandi aðalskipulagi. Með framlagningu lýsingar hefst samráð við íbúa, aðra hagsmunaaðila og umsagnaraðila um gerð deiliskipulagsins og breytingar á aðalskipulagi. Lýsingin eru send umsagnaraðilum til yfirferðar skv. 30. og 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og óskað eftir umsögn eigi síðar en miðvikudaginn 12. janúar 2022. Ef ekki berst umsögn innan þess tíma verður litið svo á að ekki sé gerð athugasemd við lýsinguna. Umhverfisráð gerir ekki athugasemd við framlagða skipulagslýsingu."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og gerir ekki athugasemdir við framlagða skipulagslýsingu.