Kvartanir vegna lyktarmengunar frá Norðurstöð

Málsnúmer 202112061

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 110. fundur - 17.12.2021

Lagt fram til upplýsinga kvartanir sem borist hafa vegna slæmrar lyktar frá fráveitustöðinni við Sjávarbraut og viðbrögð starfsmanna veitna vegna þess.

Upplýst var að búið er að setja í gang rannsókn sem tekur til næstu daga, á ástæðum lyktarmengunarinnar, í samvinnu við iðnfyrirtækin á svæðinu.
Veitu- og hafnaráð tekur ábendingunum alvarlega og felur starfsmönnum veitna að fylgja málinu eftir.
Rúnar Helgi Óskarsson vék af fundi kl. 09:35.