Frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra; Umsagnarbeiðni vegna Baccalá bar frá SA339 ehf

Málsnúmer 202112036

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1010. fundur - 16.12.2021

Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dagsett þann 7. desember 2021, þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir Baccalá Bar frá SA339 ehf. Tegund leyfis er rekstur veitinga, Flokkur II, Tegund - A Veitingahús.
Byggðaráð gerir athugasemd við tímasetningu í umsókninni en gerir ekki aðrar athugasemdir við ofangreinda umsókn með fyrirvara um að fyrir liggi umsagnir slökkviliðs, byggingafulltrúa og heilbrigðiseftirlits.

Sveitarstjórn - 342. fundur - 18.01.2022

Á 1010. fundi byggðaráðs þann 16. desember 2021 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dagsett þann 7. desember 2021, þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir Baccalá Bar frá SA339 ehf. Tegund leyfis er rekstur veitinga, Flokkur II, Tegund - A Veitingahús. Byggðaráð gerir athugasemd við tímasetningu í umsókninni en gerir ekki aðrar athugasemdir við ofangreinda umsókn með fyrirvara um að fyrir liggi umsagnir slökkviliðs, byggingafulltrúa og heilbrigðiseftirlits. "

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdu jákvæðar umsagnir byggingafulltrúa og eldvarnareftirlits.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.