Mikilvægi skjótra viðbragða vegna upplýsingaöflunar í tengslum við þjónustu við fatlað fólk

Málsnúmer 202111025

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 255. fundur - 14.12.2021

Lagt fram til kynningar erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 05.11.2021. Tveir starfshópar skipaðir af félags- og barnamálaráðherra annarsvegar hópur um heildarendurskoðun á lögum nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og hins vegar hópur um greiningu á kostnaðarþróun hjá sveitarfélögum í þjónustu við fatlað fólk. Fram að þessu hafa starfshóparnir verið að senda fyrirspurnir til sveitarfélaga vegna þessara verkefna. Óskað er eftir að þessum fyrirspurnum verði svarað fljótt og vel því starfshóparnir eiga að ljúka vinnu sinni sem fyrst.
Lagt fram til kynningar.