Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi

Málsnúmer 202110002

Vakta málsnúmer

Atvinnumála- og kynningarráð - 65. fundur - 06.10.2021

Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi fer fram þann 14. október nk.
Það er Markaðsstofa Norðurlands sem stendur fyrir hátíðinni á ári hverju og að þessu sinni munu ferðaþjónustuaðilar kynna sér ferðaþjónustuna á Tröllaskaga.

Upphafið verður í salnum á Hótel Dalvík og er búist við um 80-100 manns. Þjónustu- og upplýsingafulltrúi leggur til við ráðið að Dalvíkurbyggð taki vel á móti gestum hátíðarinnar og bjóði upp á kaffi og kaffibrauð að morgni dags.

Sveitarstjóri mun mæta á staðinn og halda smá tölu fyrir gesti.
Lagt fram til kynningar. Ráðið felur þjónustu- og upplýsingafulltrúa að senda erindi inn til Byggðaráðs varðandi kostnað við móttöku gesta á uppskeruhátíðinni.