ISPS úttekt á hafnaraðstöðu Dalvíkurhöfn

Málsnúmer 202108044

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 106. fundur - 20.08.2021

Lagðar fram upplýsingar frá Samgöngustofu vegna ISPS úttektar á hafnaraðstöðu í Dalvíkurhöfn sem var unnin af Samgöngustofu þann 30. júlí 2021.
Farið yfir frávik en úrbótum vegna þeirra skal lokið innan þriggja mánaða frá dagsetningu skýrslunnar og skal senda tilkynningu þar um til verndardeildar Samgöngustofu innan sama frests.
Fram kom hjá sviðsstjóra og hafnaverði að búið sé að bregðast við frávikum að hluta en annað er í vinnslu.
Lagt fram til kynningar.

Veitu- og hafnaráð felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs og hafnastarfsmönnum að fylgja málinu eftir.

Rúnar og Helga Íris viku af fundi að þessum lið loknum.