Norðurdælustöð, bilun í dælu.

Málsnúmer 202108008

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 106. fundur - 20.08.2021

Í byrjun ágúst kom í ljós að ein af þremur dælum í Norðurstöð fráveitu á Dalvík er ónýt. Mikið berst í stöðina af úrgangi sem á ekki heima í holræsakerfum sveitarfélagsins en einnig er líkleg skýring á bilun að dælan er ekki á tíðnibreyti/mjúkræsingu. Kostnaður við viðgerð, m.a. að skipta um dælu og setja upp tíðnibreyti, er áætlaður rúmar tvær milljónir en sviðsstjóri er að vinna að málinu.
Veitu- og hafnaráð telur nauðsynlegt að koma dælunni í lag og felur sviðsstjóra að sækja um viðauka til byggðaráðs vegna viðgerðar á dælunni.

Einnig felur ráðið sviðsstjóra að auglýsa umgengnisreglur um fráveitukerfi sveitarfélagsins meðal íbúa og fyrirtækja.