Undirbúningar að uppfærðri landsskýrslu um innleiðingu Árósasamningsins

Málsnúmer 202107074

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 360. fundur - 13.08.2021

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið undirbýr nú uppfærslu á skýrslu um stöðu innleiðingar Árósasamningsins hér á landi, en samningurinn snýst um aðgang að upplýsingum, þátttöku almennings í ákvarðanatöku og aðgang að réttlátri málsmeðferð í umhverfismálum. Skýrslan verður unnin í samráði við umhverfisverndarsamtök og tekur ráðuneytið einnig við öllum ábendingum frá almenningi um efni hennar í gegnum samráðsgátt stjórnvalda.
Lagt fram til kynningar.