Frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs; Beiðni um viðauka vegna niðurgreiðslu á kennslukostnaði fyrir nemenda utan lögheimilis sveitarfélags.

Málsnúmer 202106055

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 989. fundur - 24.06.2021

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 15. júní 2021, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2021 vegna umsóknar um niðurgreiðslu á kennslukostnaði fyrir nemanda utan lögheimilis sveitarfélags fyrir skólaárið 2021/2022. Kostnaður vegna haustannar 2021 kr. 572.681 og vegna vorannar 2022 kr. 572.681. Óskað er eftir viðauka við lið 04530-4380 þannig að hann hækki úr kr. 550.349 í kr. 1.123.030 eða um kr. 572.681.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka, viðauki nr. 15 við fjárhagsáætlun 2021, að upphæð kr. 572.681 á lið 044530-4380 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.