Frá fjármála- og stjórnsýslusviði; Reglur Dalvíkurbyggðar um meðferð tölvupósts og netnotkun- endurskoðun

Málsnúmer 202106043

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 988. fundur - 10.06.2021

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga frá fjármála- og stjórnsýslusviði um endurskoðun á reglum Dalvíkurbyggðar um meðferð tölvupósts og netnotkun.

Í aðalatriðum er sú breyting sem lögð er til að undirstrikað er mikilvægi réttrar meðferðar á tölvupósti hvað varðar skjalavistun og gert er betur grein fyrir hvernig á að fara með tölvupóst við starfslok.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að reglum Dalvíkurbyggðar um meðferð tölvupósts og netnotkun og að þær verði áfram hluti af starfsmannahandbók og birtar á starfsmannavef Dalvíkurbyggðar.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 337. fundur - 15.06.2021

Á 988. fundi byggðaráðs þann 10. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga frá fjármála- og stjórnsýslusviði um endurskoðun á reglum Dalvíkurbyggðar um meðferð tölvupósts og netnotkun. Í aðalatriðum er sú breyting sem lögð er til að undirstrikað er mikilvægi réttrar meðferðar á tölvupósti hvað varðar skjalavistun og gert er betur grein fyrir hvernig á að fara með tölvupóst við starfslok. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að reglum Dalvíkurbyggðar um meðferð tölvupósts og netnotkun og að þær verði áfram hluti af starfsmannahandbók og birtar á starfsmannavef Dalvíkurbyggðar. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og tillögu að reglum Dalvíkurbyggðar um meðferð tölvupósts og netnotkun eins og þær liggja fyrir. Einnig að reglurnar verði áfram hluti af starfsmannahandbók og birtar á starfsmannavef Dalvíkurbyggðar.