Flutningur á verkefnum er varða endurgreiðslur úr ríkissjóði á grundvelli laga nr. 401991

Málsnúmer 202106028

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 251. fundur - 08.06.2021

Tekið fyrir rafbréf dags 10. maí 2021 frá Félagsmálaráðuneytinu þar sem upplýst er um breytingar er varða samskipti ríkis og sveitarfélaga vegna endurgreiðslna úr ríkissjóði á grundvelli 15. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga, nr. 40/1991 og á grundvelli 5. og 6. tl. 15. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Frá 13. maí nk. tekur Fjölmenningarsetur við samskiptum við sveitarfélög vegna verkefna sem tengjast þessum lagaákvæðum af Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar.
Lagt fram til kynningar.