Fræðsluefni um málefni fatlaðs fólks fyrir starfsmenn félagsþjónustu

Málsnúmer 202106026

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 251. fundur - 08.06.2021

Tekið fyrir rafbréf frá Félagsmálaráðuneytinu dagsett 1. júní 2021 um fræðsluefni í málefnum fatlaðs fólks fyrir starfsfólk í félagsþjónustu. Fræðsluefni er í formi fyrirlestra og glærukynninga auk annars efnis sem unnið var af Menntavísindastofnun í samstarfi við fagaðila með víðtæka reynslu og þekkingu á þessu sviði. Verkefnið er liður í Framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks 2017-2021 þar sem markmiðið er að auka og dýpka þekkingu starfsfólks í félagsþjónustu á málefnum fatlaðs fólks, réttindum, heilsutengdum þörfum, samskiptaleiðum o.s.frv.
Lagt fram til kynningar.