Frá SSNE; Tillögur sveitarfélaga um fullrúa í samráðsvettvang

Málsnúmer 202106017

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 988. fundur - 10.06.2021

Guðmundur St. Jónsson kom inn á fundinn að nýju kl. 15:21.


Tekið fyrir erindi frá SSNE, rafpóstur dagsettur þann 3. júní 2021, þar sem SSNE óskar eftir tillögu að fjórum fulltrúum frá hverju sveitarfélagi í samráðsvettvang Sóknaráætlunar Norðurlands eystra 2020-2024. Í samningi um Sóknaráætlun Norðurlands eystra er kveðið á um að sóknaráætlanir skuli unnar í samvinnu við samráðsvettvang landshlutanna. Samráðsvettvangurinn skal hafa beina aðkomu að gerð sóknaráætlunar landshlutans og vera upplýstur um framgang hennar a.m.k. árlega.

Óskað er eftir tillögu að tveimur karlkyns og tveimur kvenkyns fulltrúum í samráðsvettvanginn, alls fjórum. Annars vegar tveimur fulltrúum af pólistískum vettvangi og hins vegar tveimur ópólitískum. Eins er afar mikilvægt að heyra raddir sem flestra og hvetur SSNE sveitarfélögin því til að horfa til ungs fólks og fólks af ólíkum uppruna. SSNE mun síðan velja úr tilnefningum frá sveitarfélögunum til að tryggja fjölbreytileika samráðsvettvangsins.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að auglýsa á heimasíðunni eftir áhugasömum íbúum sem væru tilbúnir til að taka þátt í þessu verkefni.

Byggðaráð - 992. fundur - 29.07.2021

Á 988. fundi byggðaráðs þann 10. júní 2021 var tekið fyrir erindi frá SSNE, rafpóstur dagsettur þann 3. júní 2021, þar sem SSNE óskar eftir tillögu að fjórum fulltrúum frá hverju sveitarfélagi í samráðsvettvang Sóknaráætlunar Norðurlands eystra 2020-2024. Í samningi um Sóknaráætlun Norðurlands eystra er kveðið á um að sóknaráætlanir skuli unnar í samvinnu við samráðsvettvang landshlutanna. Samráðsvettvangurinn skal hafa beina aðkomu að gerð sóknaráætlunar landshlutans og vera upplýstur um framgang hennar a.m.k. árlega. Óskað er eftir tillögu að tveimur karlkyns og tveimur kvenkyns fulltrúum í samráðsvettvanginn, alls fjórum. Annars vegar tveimur fulltrúum af pólistískum vettvangi og hins vegar tveimur ópólitískum. Eins er afar mikilvægt að heyra raddir sem flestra og hvetur SSNE sveitarfélögin því til að horfa til ungs fólks og fólks af ólíkum uppruna. SSNE mun síðan velja úr tilnefningum frá sveitarfélögunum til að tryggja fjölbreytileika samráðsvettvangsins.

Byggðaráð samþykkti á fundinum að auglýsa á heimasíðunni eftir áhugasömum íbúum sem væru tilbúnir til að taka þátt í þessu verkefni. Auglýsingin birtist á heimasíðu Dalvíkurbyggðar þann 11. júní sl.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að tilnefna Önnu Kristínu Guðmundsdóttur, Frey Antonsson, Helgu Írisi Ingólfsdóttur og Þröst Ingvarsson í samráðsvettvanginn fyrir hönd Dalvíkurbyggðar.