Viðhald gatna og gangstétta 2021

Málsnúmer 202105146

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 354. fundur - 04.06.2021

Steinþór Björnsson, deildarstjóri EF-deildar kom á fundinn kl. 08:15.

Tekin fyrir samantekt deildarstjóra EF deildar á viðhaldi gatna og gangstétta. Búið er að gera við verstu svæðin en nokkur svæði eru það illa farin eftir veturinn að nauðsynlegt er að bregðast við. Fjárheimildir á fjárhagsáætlun ársins eru langt komnar.

Umhverfisráð fór yfir listann með sviðsstjóra og forgangsraðaði verkefnum.
Umhverfisráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að fela deildarstjóra EF-deildar að kostnaðarmeta nauðsynlegar framkvæmdir miðað við forgangsröðun ráðsins.

Umhverfisráð felur sviðsstjóra að óska eftir viðauka til byggðaráðs vegna framkvæmdanna, allt að 6 milljónir króna vegna viðhalds og malbiksframkvæmda gatna og gangstétta.

Byggðaráð - 988. fundur - 10.06.2021

Á 354. fundi umhverfisráðs þann 4. júní 2021 var eftirfarandi bókað:
"Steinþór Björnsson, deildarstjóri EF-deildar kom á fundinn kl. 08:15.

Tekin fyrir samantekt deildarstjóra EF deildar á viðhaldi gatna og gangstétta. Búið er að gera við verstu svæðin en nokkur svæði eru það illa farin eftir veturinn að nauðsynlegt er að bregðast við. Fjárheimildir á fjárhagsáætlun ársins eru langt komnar.

Umhverfisráð fór yfir listann með sviðsstjóra og forgangsraðaði verkefnum.

Umhverfisráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að fela deildarstjóra EF-deildar að kostnaðarmeta nauðsynlegar framkvæmdir miðað við forgangsröðun ráðsins.

Umhverfisráð felur sviðsstjóra að óska eftir viðauka til byggðaráðs vegna framkvæmdanna, allt að 6 milljónir króna vegna viðhalds og malbiksframkvæmda gatna og gangstétta."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, dagsett þann 9. júní 2021, þar sem óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 6.000.000 við deild 10300 vegna viðhalds gatna og gangstétta samkvæmt fyrirliggjandi tillögu.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2021, viðauka nr. 12, að upphæð kr. 6.000.000 á lið 10300-4396. Byggðaráð samþykkir jafnframt samhljóða með 3 atkvæðum að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Vísað til sveitarstjórnar til umfjöllunar og afgreiðslu.

Sveitarstjórn - 337. fundur - 15.06.2021

Á 988. fundi byggðaráðs þann 10. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 354. fundi umhverfisráðs þann 4. júní 2021 var eftirfarandi bókað: "Steinþór Björnsson, deildarstjóri EF-deildar kom á fundinn kl. 08:15. Tekin fyrir samantekt deildarstjóra EF deildar á viðhaldi gatna og gangstétta. Búið er að gera við verstu svæðin en nokkur svæði eru það illa farin eftir veturinn að nauðsynlegt er að bregðast við. Fjárheimildir á fjárhagsáætlun ársins eru langt komnar. Umhverfisráð fór yfir listann með sviðsstjóra og forgangsraðaði verkefnum. Umhverfisráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að fela deildarstjóra EF-deildar að kostnaðarmeta nauðsynlegar framkvæmdir miðað við forgangsröðun ráðsins. Umhverfisráð felur sviðsstjóra að óska eftir viðauka til byggðaráðs vegna framkvæmdanna, allt að 6 milljónir króna vegna viðhalds og malbiksframkvæmda gatna og gangstétta." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, dagsett þann 9. júní 2021, þar sem óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 6.000.000 við deild 10300 vegna viðhalds gatna og gangstétta samkvæmt fyrirliggjandi tillögu. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2021, viðauka nr. 13, að upphæð kr. 6.000.000 á lið 10300-4396. Byggðaráð samþykkir jafnframt samhljóða með 3 atkvæðum að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til sveitarstjórnar til umfjöllunar og afgreiðslu."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 13, að upphæð kr. 6.000.000 á lið 10300-4396 og breytingu á fjárhagsáætlun 2021. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.