Girðing á bökkum Svarfaðardalsár

Málsnúmer 202105145

Vakta málsnúmer

Landbúnaðarráð - 139. fundur - 03.06.2021

Með bréfi, dagsettu 14. apríl, óskar Freydís Dana Sigurðardóttir fyrir hönd Reiðveganefndar Hestamannafélagsins Hrings eftir leyfi frá sveitarfélaginu til þess að girða reiðleið meðfram Svarfaðardalsá að vestan frá Hringsholti að Árgerði.
Landbúnaðarráð hafnar erindinu um girðingu á Böggvisstaðabökkum. Landbúnaðarráð felur Skipulags- og tæknifulltrúa að ræða við Reiðveganefnd Hestamannafélagsins Hrings um nýtingu svæðisins.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 337. fundur - 15.06.2021

Á 139. fundi landbúnaðarráðs þann 3. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Með bréfi, dagsettu 14. apríl, óskar Freydís Dana Sigurðardóttir fyrir hönd Reiðveganefndar Hestamannafélagsins Hrings eftir leyfi frá sveitarfélaginu til þess að girða reiðleið meðfram Svarfaðardalsá að vestan frá Hringsholti að Árgerði. Landbúnaðarráð hafnar erindinu um girðingu á Böggvisstaðabökkum. Landbúnaðarráð felur Skipulags- og tæknifulltrúa að ræða við Reiðveganefnd Hestamannafélagsins Hrings um nýtingu svæðisins. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu landbúnaðarráðs og höfnun á erindinu um girðingu á Böggvisstaðabökkum.