Fyrirkomulag grenjavinnslu og meindýravarna 2021

Málsnúmer 202105079

Vakta málsnúmer

Landbúnaðarráð - 139. fundur - 03.06.2021

Til umræðu var fyrirkomulag grenjavinnslu í sveitarfélaginu.
Landbúnaðarráð leggur til að fyrirkomulag grenjavinnslu í Dalvíkurbyggð verði með eftirfarandi hætti: Þeir Haukur Sigfússon, Ólafur Sigurðsson og Haraldur Ólafsson sjá um Árskógsströnd, Hálsdal, Holtsdalina og að Múlagöngum. Gunnsteinn Þorgilsson og Jóhann Magnússon munu sjá um Svarfaðardalssvæðið, frá Hamarsdal að Holtsdal.

Landbúnaðarráð sér ekki ástæðu til þess að koma á þjónustusamningi vegna meindýravarna eins og staðan er.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 337. fundur - 15.06.2021

Á 139. fundi landbúnaðarráðs þann 3. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Til umræðu var fyrirkomulag grenjavinnslu í sveitarfélaginu. Landbúnaðarráð leggur til að fyrirkomulag grenjavinnslu í Dalvíkurbyggð verði með eftirfarandi hætti: Þeir Haukur Sigfússon, Ólafur Sigurðsson og Haraldur Ólafsson sjá um Árskógsströnd, Hálsdal, Holtsdalina og að Múlagöngum. Gunnsteinn Þorgilsson og Jóhann Magnússon munu sjá um Svarfaðardalssvæðið, frá Hamarsdal að Holtsdal. Landbúnaðarráð sér ekki ástæðu til þess að koma á þjónustusamningi vegna meindýravarna eins og staðan er. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu landbúnaðarráðs og tillögu um fyrirkomulag grenjavinnslu í Dalvíkurbyggð.