Frá fjármála- og stjórnsýslusviði; Lýðræðisstefna Dalvíkurbyggðar - endurskoðun

Málsnúmer 202105075

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1103. fundur - 11.04.2024

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, dagsett þann 9. apríl sl., þar sem gert er grein fyrir endurskoðun á Lýðræðisstefnu Dalvíkurbyggðar sem er meðfylgjandi.

Lagt er til að stefnan fari til umsagnar í Hugmyndakassa Dalvíkurbyggðar undir Betra Ísland á heimasíðu Dalvíkurbyggðar. Íbúum veri þannig gefinn kostur að koma með tillögur og umsögn um leiðir til lýðræðis. Hvernig vilja íbúar taka þátt og hafa áhrif ?
Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við endurskoðaða Lýðræðisstefnu eins og hún liggur fyrir.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að Lýðræðisstefnan fari til umsagnar í Hugmyndakassa Dalvíkurbyggðar og að umsagnarfrestur verði til og með 2. maí nk.

Sveitarstjórn - 369. fundur - 14.05.2024

Á 1103.fundi byggðaráðs þann 11.apríl sl. var eftirfarandi bókað:
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, dagsett þann 9. apríl sl., þar sem gert er grein fyrir endurskoðun á Lýðræðisstefnu Dalvíkurbyggðar sem er meðfylgjandi.
Lagt er til að stefnan fari til umsagnar í Hugmyndakassa Dalvíkurbyggðar undir Betra Ísland á heimasíðu Dalvíkurbyggðar. Íbúum veri þannig gefinn kostur að koma með tillögur og umsögn um leiðir til lýðræðis. Hvernig vilja íbúar taka þátt og hafa áhrif ?
Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við endurskoðaða Lýðræðisstefnu eins og hún liggur fyrir.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að Lýðræðisstefnan fari til umsagnar í Hugmyndakassa Dalvíkurbyggðar og að umsagnarfrestur verði til og með 2. maí nk.

Engar tillögur eða ábendingar komu frá íbúum Dalvíkurbyggðar um Lýðræðisstefnuna
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og samþykkir Lýðræðisstefnu Dalvíkurbyggðar.