Búfjáreftirlit; gjald vegna útgáfu leyfa.

Málsnúmer 202104175

Vakta málsnúmer

Landbúnaðarráð - 139. fundur - 03.06.2021

Fyrir fundinum lá athugun á lögmæti innheimtu búfjárleyfisgjalds.
Landbúnaðarráð leggur til að búfjárleyfisgjald verði fellt niður úr gjaldskrá.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Byggðaráð - 988. fundur - 10.06.2021

Á 139. fundi landbúnaðarráðs þann 3. júní 2021 var eftirfarandi bókað:
"Fyrir fundinum lá athugun á lögmæti innheimtu búfjárleyfisgjalds.
Landbúnaðarráð leggur til að búfjárleyfisgjald verði fellt niður úr gjaldskrá.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu landbúnaðarráðs að breytingum á gjaldskrá og felur starfsmönnum landbúnaðarráðs og byggðaráðs að gera viðeigandi leiðréttingar.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn - 337. fundur - 15.06.2021

Á 988. fundi byggðaráðs þann 10. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 139. fundi landbúnaðarráðs þann 3. júní 2021 var eftirfarandi bókað: "Fyrir fundinum lá athugun á lögmæti innheimtu búfjárleyfisgjalds. Landbúnaðarráð leggur til að búfjárleyfisgjald verði fellt niður úr gjaldskrá. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum." Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu landbúnaðarráðs að breytingum á gjaldskrá og felur starfsmönnum landbúnaðarráðs og byggðaráðs að gera viðeigandi leiðréttingar. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um breytingu á gjaldskrá landbúnaðarráðs vegna búfjárleyfisgjald og að það verði fellt niður úr gjaldskrá. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að fela starfsmönnum landbúnaðarráðs og byggðaráðs að gera viðeigandi leiðréttingar.