Sumarstörf námsmanna 2021

Málsnúmer 202104134

Vakta málsnúmer

Ungmennaráð - 31. fundur - 07.05.2021

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, hefur ákveðið í samræmi við tillögu ríkisstjórnar Íslands, að verja um 2.400 milljónum króna úr Atvinnuleysistryggingasjóði til að standa straum af átaksverkefni um að fjölga tímabundnum störfum fyrir námsmenn í sumar. Vinnumálastofnun mun stýra átakinu sem efnt er til í samvinnu við stofnanir ríkisins, félagasamtök og sveitarfélög. Vonir standa til að með átakinu verði til allt að 2.500 tímabundin störf í allt að 2,5 mánuði í sumar fyrirnámsmenn sem skiptast á milli opinberra stofnana, sveitarfélaga og félagasamtaka.
Dalvíkurbyggð hefur fengið úthlutað 5 störfum.
Ungmennaráð hvetur sveitarstjórn að sjá til þess að ekkert ungmenni í Dalvíkurbyggð verði án atvinnu í sumar. Ugmennaráð hefur áhyggjur af stöðu þeirra sem ekki fá vinnu og langtímaáhrifum þess.